Ýsa með kókoschutney


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 7486

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ýsa með kókoschutney.

500 grömm ýsa
Olía
20 grömm smjör

Kókoschutney:
200 grömm kókosmjöl
200 grömm rúsínur
½ búnt mynta
½ búnt kóríander
2 límónur
2 sítrónur
2 hvítlauksgeirar
45 grömm steytt kúmen
12 heilar kardemommur
1 matskeið harissa
½ desilítri eplaedikk
4-6 matskeiðar ólífuolía
Salt og pipar

Sósa:
3 desilítrar hreint jógúrt
2 matskeiðar tahin
1 matskeið sítrónusafi
Salt og pipar


Aðferð fyrir Ýsa með kókoschutney:

Kókoschutney:
Ristaðu kúmenið á pönnu þar til að lyktar sterkt. Takið pönnuna af hitanum og hellið kúmeninum í stóra skál ásamt kókosmjöli og rúsínum. Saxið myntu og kóríander og hellið í. Merjið hvítlaukinn og komið honum í blönduna. Ristið kardemommurnar á pönnu þar til þær eru brúnar og stökkar. Takið þær af pönnunni og merjið þær, notið aðeins innsta kjarnan og hendið afgangnum. Setjið kjarnana í kókosmjölið.
Rífið börkinn af límónunum og sítrónunum og setjið hann útí. Hellið harissa, eplaedikki og ólífuolíu í og hrærið vel. Kryddið vel með salti og pipar.

Sósa:
Blandið jógúrti, tahin og sítrónusafa saman. Kryddið með salti og pipar.

Fiskur:
Skerið fiskinn í væna bita og kryddið með salti og pipar. Steikið fiskinn í blöndu og olíu og smjöri, þar til hann er gullinn. Berið fram með kókoschutneyinu og tahinsósunni.


þessari uppskrift að Ýsa með kókoschutney er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Ýsa með kókoschutney
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Ýsa með kókoschutney