Ýsa í karrý


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 12201

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ýsa í karrý.

2 væn ýsuflök í bitum
Hveiti
Salt og pipar
Karrý
Engifer
Olía
2 græn epli
1 stór laukur
Smjörlíki
E.t.v. rjómi

Aðferð fyrir Ýsa í karrý:

Blandið hveiti, salti, pipar, karrý og engifer saman. Rúllið fiskinum í blöndunni og steikið hann svo á pönnu, í smá olíu. Raðið honum svo í eldfast mót. Brytjið niður 2 græn epli og 1 stóran lauk. Steikið á pönnu og kryddið með karrý og engifer. Steikið þar til eplin eru mjúk. Hellið blöndunni yfir fiskinn og setjið í ofn við 180 gráður í 20 mínútur. Það er einnig hægt að hella smá rjóma út í fatið áður en það er sett í ofninn.


þessari uppskrift að Ýsa í karrý er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Ýsa í karrý
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Ýsa  >  Ýsa í karrý