Vorrúllur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 8169

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Vorrúllur.

300 ml. vatn
125 gröm hveiti
1 egg
Salt
200 gröm fitusnautt svínakjöt
1 laukur
1/2 teskeið Sambal Oelek (chili mauk)
1 matskeið sæt sojasósa
100 gröm púrrlaukur
100 gröm baunaspírur
200 gröm hvítkál
1 hvítlauksgeiri eða 1/2 teskeið hvítlauksduft
3 teningar kjötkraftur

Aðferð fyrir Vorrúllur:

Skerið svínakjötið í mjög litla teninga og brúnið á pönnu í cirka 10-15 mínútur. Bætið lauksneiðum á pönnuna og brúnið með, þar til laukurinn er gullinbrúnn. Bætið sojasósu á og Sambal Oelek og brúnið léttilega. Skerið allt grænmetið í litla bita, brjótið kjötkraftinn útí og saltið. Steikið þar til allt saman er orðið heitt og látið kólna aftur.

Búið til deig úr hveiti, vatni, þeyttum eggjahvítum og smá salti. Setjið olíu á pönnu og steikið pönnukökur úr deginu, en steikið þær einungis létt öðru megin. Látið þær kólna.

Skellið smá kjötblöndu í pönnukökurnar og brjótið saman, lokið endunum með vatni eða eggjahvítu. Djúpsteikið vorrúllurnar og berið fram, gott er að hafa sojasósu við höndina.

þessari uppskrift að Vorrúllur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Vorrúllur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Kínverskar uppskriftir  >  Vorrúllur