Vatnsdeigsbollur með hindberjumÁrstíð: Bolludagur - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2523 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Vatnsdeigsbollur með hindberjum. 3 desilítrar vatn 1 desilítri fljótandi becel 2 matskeiðar sykur 2 desilítrar hveiti 3 egg Fylling: 2 ½ desilítri rjómi 1-2 matskeiðar vanillusykur 250 grömm fersk hindber Etv. bráðið súkkulaði til skrauts Aðferð fyrir Vatnsdeigsbollur með hindberjum: Sjóðið fljótandi becel, sykur og vatn saman í potti. Bætið við hveiti og hrærið vel. Takið pottinn af hitanum og hrærið í þar til degið byrjar að kólna. Hrærið eggin saman og bætið þeim í smátt og smátt. Hrærið degið kröftulega inn á milli. Setjið degið í kramhús og sprautið því á plötu, með bökunarpapír, í kringlóttar eða aflangar bollur. Bakið við 200 gráður, í cirka 25-30 mínútur. Opnið ekki ofninn mitt í bakstri því bollurnar falla auðveldlega. Skerið bollurnar í tvennt þegar þær eru orðnar kaldar. Þeytið rjóma og vanillusykur saman. Sprautið því í bollurnar og leggjið berin á. Leggjið lok á bollurnar og skreytið með súkkulaði. þessari uppskrift að Vatnsdeigsbollur með hindberjum er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|