Uppskrift að ýsuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 10061 Hráefni: Þú þarf eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift að ýsu: 300 grömm frosin hrísgrjónablanda með maís, grænum baunum og rauðri papriku 600 grömm ýsa Grænt pestó Rasp 3 desilítrar tómatsafi eða grænmetisdjús Nýmalaður pipar Aðferð: Hellið hrísgrjónablöndunni í botninn á eldföstu móti. Skerið ýsuna í hæfilega bita og leggjið bitana ofaná hrísgrjónablönduna. Smyrjið grænu pestó ofaná fiskinn og stráið raspi á pestóið. Smakkið djúsinn/safan til með pipar og hellið honum yfir hrísgrjónablönduna (ekki yfir fiskinn). Skellið mótinu í ofninn í cirka 25 mínútur, við 180 gráður, eða þar til fiskurinn er steiktur í gegn. Passið að hrísgrjónablandan verið ekki þurr. Berið fram með góðu brauði. Uppskrift að ýsu er bætt við af Sylvíu Rós þann 21.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|