Uppskrift að kleinumÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3950 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi í þessa uppskrift að kleinum: 1 kíló hveiti 250 grömm sykur 150 grömm smjörlíki 2 egg 6 desilítrar mjólk 4 teskeiðar lyftiduft 2 teskeiðar hjartasalt 1 teskeið kardimommudropar Aðferð: Myljið smjörlíkið í hveitið. Blandið svo öllum þurrefnunum saman. Hrærið vökvanum í og hnoðið degið. Ekki hnoða of lengi því þá verða kleinurnar seigar. Blandið svínafeiti og palmín saman og hitið vel. Steikið kleinurnar og njótið vel. Uppskrift að kleinum er bætt við af Sylvíu Rós þann 26.05.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|