Tíramísú uppskrift - Súkkulaði tíramísú


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6233

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift af súkkulaði tíramísú:

5 desilítrar rjómi
300 grömm Síríus Konsum 56% súkkulaði, saxað
375 grömm mascarpone-ostur, mjúkur
3 marskeiðar flórsykur
3 matskeiðar Ameretto-möndlulíkjör
2 matskeiðar kaffilíkjör
1 desilítri sterkt kaffi, kalt
16 fingurkex (ladyfingers-kökur)

Aðferð:

Hitið 1 desilítra af rjóma og súkkulaðið saman í potti við mjög hægan hita þar til súkkulaðið er bráðið. Hrærið mjög oft og gætið þess vel að súkkulaðið hitni ekki of mikið.

Þeytið saman í skál afganginn af rjómanum, mascarpone-ostinn, flórsykurinn og Ameretto-líkjörinn þar til blandan verður slétt og samfelld.

Blandið kaffilíkjör og kaffi saman í annarri skál. Dýfið kökunum ofan í kaffiblönduna og raðið þeim upp með hliðunum á fallegri, djúpri skál. Hellið þriðjungi af súkkulaðiblöndunni á botninn á skálinni og setjið helminginn af rjómaostblöndunni þar ofan á.
Hellið öðrum þriðjungi af súkkulaðiblöndunni yfir og dreifið svo afganginum af rjómaostblöndunni þar yfir. Jafnið loks afganginum af súkkulaðiblöndunni yfir allt saman.

Breiðið plastfilmu yfir skálina, setjið hana í ísskáp og kælið réttinn í um 3 klukkustundir.


Tíramísú uppskrift - Súkkulaði tíramísú er bætt við af Dísa Jóns þann 30.12.09.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Tíramísú uppskrift - Súkkulaði tíramísú
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Eftirréttir  >  Tíramísú uppskrift - Súkkulaði tíra...