Thailenskar svínakóteletturÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Já - Slög: 3597 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Thailenskar svínakótelettur. 2 svínakótelettur, cirka 100 grömm Salt og pipar 2 teskeiðar olía Karrýsósa: 1 teskeið olía 1 matskeið thailenskt gult karrýpasta 2 desilítrar kókosmjólk 1-2 matskeiðar fiskisósa eða sojasósa 1 matskeið sykur Steik grænmeti: 1 lítill gulur kúrbítur 1 lítill grænn kúrbítur 1 rauð paprika 1 hvítlauksgeiri 1 teskeið ferskt engifer 1 teskeið olía Basill eða steinselja til skreytingar Hrísgrjón sem meðlæti Aðferð fyrir Thailenskar svínakótelettur: Sjóðið hrísgrjónin. Hitið olíu á pönnu. Ristið karrýpastað í olíunni og bætið kókosmjólk í. Látið þetta malla. Smakkið til með fiskisósu, sykri og etv. salti. Skerið kúrbítana í þunnar ræmur. Skerið paprikuna í strimla. Saxið hvítlaukinn smátt. Ristið hvítlauk og engifer á pönnu með olíu og setjið paprikuna á. Steikið þetta í 5 mínútur. Setjið kúrbítinn á pönnuna og steikið í cirka 2 mínútur. Hrærið í á meðan. Smakkið til með salti og pipar. Þerrið kjötið og kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu, við háan hita. Brúnið kjötið í 1 mínútu á hvorri hlið. Lækkið undir pönnunni og steikið kjötið áfram í cirka 2 mínútur, á hvorri hlið. þessari uppskrift að Thailenskar svínakótelettur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|