Tartaletturform með skötusel


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4751

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Tartaletturform með skötusel.

Skötuselur cirka 300 grömm í litlum bitum
Púrrlaukur, 10 cm smátt skorinn
Paprika rauð, meðalstór, smátt skorin
Sveppir ½ box, smátt skornir
Hvítlaukur, 3 geirar
2 teskeiðar steinselja
Nýmalaður pipar
Herbamare salt eftir smekk
25 grömm smjör
1 matreiðslurjómi
Maizena
8 tartalettuform

Aðferð fyrir Tartaletturform með skötusel:

Setjið skötuselinn í skál. Hvítlaukur, steinselja, pipar og salt hrært vel saman við. Smjörið er brætt á pönnu og fiskurinn í kryddblöndunni svissaður létt. Grænmetinu skellt út á og allt svissað létt saman. Grænmetið á ekki að maukast. Rjómanum hellt yfir og suðan látin koma upp. Gott er að þykkja smá með Maizena. Réttinum er skipt í 8 tartalettuform og þau bökuð í 200 gráðu heitum ofni, í 5 mínútur. Berið fram með salati og lime.


þessari uppskrift að Tartaletturform með skötusel er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Tartaletturform með skötusel
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Forréttir  >  Tartaletturform með skötusel