Svínalundir með tandoori masalaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 11978 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Svínalundir með tandoori masala. 400-500 grömm svínalundir 1 pressuð engiferrót 4 hvítlauksgeirar, marðir Safi úr einni sítrónu 6 matskeiðar sojasósa 6-7 matskeiðar tandoori masala 1 lítill blaðlaukur 1 græn paprika 1 dós water chestnuts 2 rauðlaukar 2 gulrætur 1 kúfuð matskeið hnetusmjör 1 kúfuð matskeið hunang 2 matskeiðar kókosmjöl Olía til steikningar Hrísgrjón Aðferð fyrir Svínalundir með tandoori masala: Skerið skjötið í strimla. Blandið saman sojasósu, pressuðum hvítlauk, engiferrót, sítrónusafa og tandoorikryddi. Veltið kjötinu upp úr leginum og látið það bíða í 4 tíma. Skerið grænmetið í strimla og sneiðar. Hitið 2 desilítra af olíu í wok pönnu. Snöggsteikið grænmetið, hverja tengund fyrir sig. Steikið líka hneturnar. Steikið kjötið í áföngum. Blandið kjötinu og grænmetinu saman á pönnunni. Bræðið hnetusmjör og hunang saman í potti og hellið yfir réttinn. Stráið kókosmjöli yfir allt saman. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og kókosmjöli. þessari uppskrift að Svínalundir með tandoori masala er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.05.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|