Svínakjöt í sinnepskryddlegiÁrstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 5037 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Svínakjöt í sinnepskryddlegi. 800-1000 grömm svínakjöt Kryddlögur: 2 desilítrar sætt sinnep 1 desilítri sterkt sinnep 1/2 desilítri matarolía 1 desilítri vatn Kryddið með kjöt og grillkryddi og sítrónusafa, eftir smekk Aðferð fyrir Svínakjöt í sinnepskryddlegi: Blandið öllum hráefnunum í kryddlöginn saman í skál og þeytið vel. Berjið kjötið með buffhamri og leggið það í kryddlöginn þannig að vel fljóti yfir hvern bita. Látið kjötið liggja í leginum í cirka sólahring. Grillið á útigrilli. þessari uppskrift að Svínakjöt í sinnepskryddlegi er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 26.02.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|