Svínakjöt á teiniÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3563 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Svínakjöt á teini. 6-8 bambuspinnar 700 grömm svínalundir 1 stór laukur 2 paprikur Salt og pipar ½ desilítri hveiti 1 egg 2 desilítrar brauðrasp Olía til steikingar Engifersósa: ½ desilítri sojasósa ½ desilítri sake 2 matskeiðar sykur 2 matskeiðar grænmetisolía 1 teskeið rifinn hvítlaukur 1 teskeið rifin engiferrót Aðferð fyrir Svínakjöt á teini: Leggjið bambuspinnana í bleyti, í volgt vatn, í um 30 mínútur. Himnuhreinsið svínalundirnar og skerið munnbita. Skerið laukinn og paprikuna einnig í munnbita. Þræðið til skiptis kjöt og grænmeti á pinnana. Kryddið með salti og pipar. Setjið hveitið í grunna og víða skál, brjótið eggið í aðra skál og þeytið lauslega með gaffli og setjið raspið í þriðju skálina. Veltið pinnunum fyrst upp úr hveiti, síða eggi og hjúpið loks með raspinu. Leggið pinnana á fat, breiðið plastfilmu yfir og látið standa í kæli í 15-20 mínútur. Hitið olíuna í djúpri pönnu og steikið pinnana þar til þeir eru gullbrúnir að lit. Berið fram heitt með kaldri engifersósu og hrísrjónum. Sósan: Rífið hvítlaukinn og engiferrótina og setjið í skál ásamt hinu hráefninu. Hrærið. Geymið í lokuðu íláti fram að framreiðslu. þessari uppskrift að Svínakjöt á teini er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|