SúkkulaðitertaÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5299 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Súkkulaðiterta. Botn: 800 grömm Síríus suðusúkkulði (8 plötur) 360 grömm smjör 2 desilítrar sykur 2 desilítrar kaffirjómi 1 teskeið vanilludropar 1/2 teskeið salt 8 stór egg Súkkulaðibráð: 200 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum) 2 matskeiðar smjör 3 matskeiðar mjólk 2 matskeiðar ljóst síróp Aðferð fyrir Súkkulaðiterta: Botn: Bræðið saman súkkulaði, smjör, sykur, kaffirjóma, vanilludropa og salt í potti við vægan hita og látið síðan mesta hitann rjúka úr blöndunni. Þeytið eggin létt í skál. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir eggin og hrærið varlega saman. Bakið í 45 mínútur við 180 gráður eða þar til kakan hefur losað sig frá börmum formsins. Kælið kökuna í ísskáp í að minnsta kosti 6 klukkustundir. Súkkulaðibráð: Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í potti við vægan hita. Takið pottinn af plötunni og hrærið mjólk og síróp saman við. Þá er súkkulaðibráðin sett ofan á kökuna og allt um kring. Tilvalið er að skreyta kökuna með því að sprauta þeyttum rjóma á barmana og sáldra granateplafræum yfir kökuna. Kökuna er best að geyma í kæliskáp þar til hún er borin fram. þessari uppskrift að Súkkulaðiterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 27.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|