Súkkulaðismákökur


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4306

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Súkkulaðismákökur.

250 grömm rjómaostur
200 grömm smjör
3/4 bollar sykur
1 egg
1 teskeið vanilludropar
2 1/2 bolli hveiti
1 teskeið lyftiduft
1/2 teskeið salt
1/2 bolli saxaðar hnetur
150 grömm saxað súkkulaði

Aðferð fyrir Súkkulaðismákökur:

Hitið ofninn í 200 gráður. Hrærið saman rjómaosti smjöri og sykri, þar til hræran verður létt og ljós. Hrærið eggi og vanilludropum út í. Blandið þurrefnunum saman við og síðan súkkulaði og hnetum. Setjið með teskeið á plötu og bakið í 15-20 mínútur. Óhætt er að setja kökurnar nokkuð þétt saman á plöturnar, þar sem þær renna nánast ekkert út. Geymið í loftþéttu boxi á köldum stað.

þessari uppskrift að Súkkulaðismákökur er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 10.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Súkkulaðismákökur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Súkkulaðismákökur