Súkkulaðimús með ávaxtamauki


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 8 - Fitusnautt: Nei - Slög: 2453

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Súkkulaðimús með ávaxtamauki.

200 grömm Síríus Konsum 70% súkkulaði
50 grömm smjör, mjúkt
3 egg, aðskilin
100 ml rjómi
25 grömm flórsykur
3 kíví
200 grömm jarðarber
Ristaðar heslihnetur til skreytingar


Aðferð fyrir Súkkulaðimús með ávaxtamauki:

Bræðið súkkulaðið ásamt smjörinu í vatnsbaði.
Aðskilijð eggin og stífþeytið eggjahvíturnar.
Blandið eggjarauðum, rjóma og flórsykri saman í annarri skál.
Hrærið eggjarauðublönduna saman við brædda súkkulaðið. Blandið stífþeyttu eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðið með sleikju. Látið músina kólna aðeins.

Afhýðið kívíið og maukið það. Maukið einnig jarðarberin.
Takið 6 há og mjó glös og setjið 3 tsk. af jarðarberjamauki á botninn á hverju glasi; notið teskeið með löngu skafti. Setjið súkkulaðimúsina í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu af henni í hvert glas. Setjið 3 tsk. af kívímauki ofan á súkklaðiðmúsina og sprautið síðan öðru lagi af súkkulaðimús ofan á.
Skreytið glösin með hnetum. Raðið glösunum á bakka og kælið músina í minnst 2 klukkustundir í ísskáp.

Fyrir þá sem vilja fara einföldu leiðina er alveg óhætt að bera músina staka fram með ávaxtamaukinu til hliðar.

þessari uppskrift að Súkkulaðimús með ávaxtamauki er bætt við af Dísa Jóns þann 30.12.09.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Súkkulaðimús með ávaxtamauki
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Eftirréttir  >  Súkkulaðimús með ávaxtamauki