Suðrænn fiskrétturÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 7962 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Suðrænn fiskréttur. 1 bolli hrísgrjón 600 grömm ýsuflök 100 grömm hveiti Salt Pipar Olía til steikingar 200 grömm sveppir ½ dós ananasbitar 8 matskeiðar majónes eða léttmajónes 3 teskeiðar karrý 2 desilítrar ananassafi Ostur Aðferð fyrir Suðrænn fiskréttur: Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum. Roðflettið ýsuna og skerið í bita. Blandið saman hveiti, salti og pipar og veltið fiskinum upp úr því. Léttsteikið fiskinn í olíu. Smyrjið eldfast mót setjið hrísgrjónin í botninn og raðið steiktum fiskinum þar ofan á. Skerið sveppina í sneiðar og raðið þeim og ananasbitunum ofan á fiskinn. Kryddið majónesið með karrý og blandið ananassafa varlega út í. Hellið sósunni yfir réttinn. Rífið ostinn og stráið yfir. Bakið í 175 gráðu heitum ofni, í 20-30 mínútur. Berið fram með hrásalati og hvítlauksbrauði. Raðið fiskbitunum þétt saman þannig að sósan haldist ofan á fiskinum og blandist ekki um of saman við hrísgrjónin. þessari uppskrift að Suðrænn fiskréttur er bætt við af Sylvíu Rós þann 05.05.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|