Soðin hrísgrjónÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 0 - Fitusnautt: Já - Slög: 12779 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Soðin hrísgrjón. 2 desilítrar af hrísgrjónum 4-6 desilítrar af vatni 1/2-1 teskeið af salti Aðferð fyrir Soðin hrísgrjón: Byrjaðu að setja hrísgrjóninn í skál með vatni í. Vertu búinn að þvo á þér hendurnar, því það er betra að þvo hrísgrjóninn með höndunum. láttu hrísgrjóninn leika um fingur þína þangað til vatnið er orðið gruggugt, heltu því svo úr og bættu nýju vatni í skálina. Endurtaktu þetta þar til vatnið hættir að verða gruggugt. Athugaðu hversu langa suðu hrísgrjónin þurfa, það stendur á pakkanum, (hrísgrjón þurfa mislanga suðu). Þú getur sett smjör eða feiti í suðuvatnið en því má sleppa. Látið grjóninn út í sjóðandi saltvatn og sjóðið við vægan hita. Hvít grjón í 10 mínútur og brún í 20-30 mínútur. Látið grjónin bíða í suðuvatninu í 10-15 mínútur. Sé vatn eftir í pottinum er því helt úr og er pottirinn settur aftur á heita hellu með grjónunum í og hrært svo grjónin verði þurr. Ath að 2 desilítrar af hráum grjónum verða um 6 desilítrar af soðnum grjónum. það er hægt að nota grjón með nánast öllu og er gott að nota grjón til að fylla magan ef lítið er um annan mat. þessari uppskrift að Soðin hrísgrjón er bætt við af Sósaður þann 06.06.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|