Snöggsteikt nautakjötÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4015 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Snöggsteikt nautakjöt. 400 grömm nautakjöt, í strimlum 2 ½ desilítri heil hveitikorn (etv. soðin) 400 grömm toppkál 3-4 gulrætur 150 grömm nípa 2 matskeiðar olía 2 teskeiðar sykur 1 matskeið gróft salt ½ desilítri hvítvínsedikk 2 matskeiðar púrrlaukur 1 handfylli kerfill 2 desilítrar sýrður rjómi 1-2 matskeiðar rifin piparrót ½ teseið gróft salt Aðferð fyrir Snöggsteikt nautakjöt: Skolaðu hveitikornin í köldu vatni. Sjóddu smá vatn. Settu salt og hveitikorn í pottinn og láttu þau malla, við lágan hita, í cirka 45 mínútur. Athugaðu samt leiðbeiningarnar á pakkanum því það er mismunandi suðutími. Hreinsaðu grænmetið. Skerðu kál, gulrætur og nípu í þunna strimla. Þerraðu kjötið aðeins. Hitaðu pönnu við háan hita og settu smá olíu á. Steiktu kjötið í nokkrar mínútur, og hrærðu í allan tíman. Settu grænmetið á pönnuna. Bættu svo sykri, korni, salti og hvítvínsedikki við. Hitaðu þetta allt saman. Stráðu púrrlauk og kerfil yfir og smakkaðu til með salti. Hrærðu sýrðum rjóma, piparrót og salti saman og berðu fram sem dressingu. þessari uppskrift að Snöggsteikt nautakjöt er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.10.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|