Smjördeig með skinku


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6623

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Smjördeig með skinku.

200 grömm frosið smjördeig

Fylling:
2 blaðlaukar (græni hlutinn)
150 grömm mildur ostur til dæmis gouda
2 egg
Salt
Pipar
Múskat
200 grömm skinka
1 eggjarauða
Kúmen
½ lítri léttsaltað vatn


Aðferð fyrir Smjördeig með skinku:

Skerið grænu blöðin, efst á blaðlauknum, af. Hafið þau heil og sjóðið í ½ lítra af léttsöltu vatni. Kælið. Rífið ostinn og hrærið saman við egg, salt, pipar og múskat. Skerið skinkuna í strimla. Fletjið deigið út þannig að það verði aflangt.
Setjið skinku og blaðlauk á deigið, látið það liggja langsum. Hafið um það bil þriggja centimetra autt bil frá brún, allan hringinn. Hellið ostahrærunni yfir. Brjótið brún deigins yfir fyllinguna, allan hringinn.
Rúllið þessu varlega upp og ekki of þétt. Leggið rúlluna á bökunarpappír og látið opið snúa niður. Penslið með eggjarauðu og stráið kúmeni yfir. Bakið við 180 gráður í 35 mínútur.
Látið brauðið standa í 5-10 mín áður en það er skorið.


þessari uppskrift að Smjördeig með skinku er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.10.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Smjördeig með skinku
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Brauðuppskriftir  >  Smjördeig með skinku