Skyrterta með vanillu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3879

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Skyrterta með vanillu.

Botn:
1 pakki hafrakex
100 grömm smjörvi

Skyrblanda:
2,5 desilítrar þeyttur rjómi
200 grömm skyr
½ bolli sykur
2 egg
1-2 teskeiðar vanilludropar

Aðferð fyrir Skyrterta með vanillu:

Bræðið smjörvann og myljið hafrakexið, blandið þessu vel saman og þrýstið í botninn á formi. Þeytið svo eggin og sykurinn saman þangað til blandan er létt og ljós. Því næst er rjóminn þeyttur. Hrærið skyrið til og mýkið það og setjið svo vanilludropa út í. Næst blandast rjóminn út í skyrblönduna, en ef hann er allur settur í einu geta komið smá kekkir. Loks er eggjablöndunni bætt saman við í smáum skömmtum. Að þessu loknu er blöndunni hellt yfir botninn og kakan er tilbúin. Til að fá bestan árangur en tertan látið bíða í um 12 tíma áður en hún er borin fram.


þessari uppskrift að Skyrterta með vanillu er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Skyrterta með vanillu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Skyrterta með vanillu