Skyr- og súkkulaðimousseÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4304 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Skyr- og súkkulaðimousse. 300 grömm hvítt súkkulaði t.d Cellebaut eða Lind 300 grömm vannilluskyr frá KEA 2 eggjarauður 4 desilítrar þeyttur rjómi Aðferð fyrir Skyr- og súkkulaðimousse: Bræðið súkkulaðið í stórri skál yfir vatnsbaði. Passið að það verði ekki of heitt. Hrærið eggjarauðurnar varlega saman við áður en skyrinu er hrært útí með sleif og að lokum rjómanum. Blandan sett í sprautupoka og kæld eða sett beint í form og kæld þannig. Gott að bera fram ávexti og berjasósu með þessu. þessari uppskrift að Skyr- og súkkulaðimousse er bætt við af Díana þann 30.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|