SaltfiskbollurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7780 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Saltfiskbollur. 450 grömm útvatnaður saltfiskur 600 grömm mjölmiklar kartöflur, soðnar 1 ¼ bolli mjólk 6 vorlaukar, smátt saxaðir 2 matskeiðar ólífuolía 2 matskeiðar söxuð fersk steinselja Safi úr ½ sítrónu 2 egg Hveiti 100 grömm brauðmylsna af franskbrauði Ólífuolía til steikingar Salatlauf og sítrónubátar Aðferð fyrir Saltfiskbollur: Merjið kartöflurnar fínt með gaffli. Hellið mjólkinni í pott ásamt helmingnum af vorlauknum og komið upp suðu. Bætið saltfisknum út í. Setjið lokið á pottinn og takið hann af hitanum. Látið þetta bíða í 10 mínútur. Takið roð og bein frá og stappið fiskinn saman við kartöflurnar. Bætið við ólífuolíu, afgangnum af vorlauknum, steinselju og smakkið til með salti og sítrónusafa. Bætið við einu eggi og hrærið vel. Kælið degið. Mótið 12-18 litlar bollur úr deginu og veltið þeim upp úr hveiti, svo eggi og að lokum brauðmylsnu. Steikið á pönnu í cirka 8-10 mínútur á öllum hliðum. Berið fram með hvítlauksmajónesi og salati. þessari uppskrift að Saltfiskbollur er bætt við af Sylvíu Rós þann 29.05.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|