Salat með kjúkling og mango


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 5507

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Salat með kjúkling og mango.

1 stór soðinn kjúklingur
2 lárperur
1 stórt mangó
12-20 soðnar rækjur
Handfylli ristaðar pekanhnetur
3 salathöfuð, etv. hjartasalat skorið í strimla
1 búnt karsi
2 matskeiðar sítrónusafi eða cideredikk
3 matskeiðar lárperuolía
Salt og pipar
Handfylli baunaspírur


Aðferð fyrir Salat með kjúkling og mango:

Hamflettið kjúklinginn og skerið kjötið í væna bita. Setjið það í stóra skál. Skerið lárperurnar í tvennt og takið steininn úr. Skafið innmatinn úr og skerið hann í teninga. Setjið hann í skálina. Skrælið mangóið og skerið það í stóra bita. Setjið þá einnig í skálina ásamt rækjum, pekanhnetum, salati og karsa. Stráið baunaspírunum yfir.
Blandið sítrónusafa og lárperuolíu saman, smakkið til með salti og pipar og berið fram sem dressingu.


þessari uppskrift að Salat með kjúkling og mango er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Salat með kjúkling og mango
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Salat með kjúkling og mango