Rjúpur með mynturjómasósuÁrstíð: Áramót - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4239 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Rjúpur með mynturjómasósu. 5-6 rjúpur 2-3 teskeiðar villijurtakrydd 1 teskeið salt 1/2 teskeið svartur pipar Smjör Sósa: 1 laukur 3-4 stilkar sellerí 1 matskeið smjör 3 teskeiðar villijurtakrydd 8-10 desilítrar soð 2 desilítrar rjómi 1 desilítri vatn 4 matskeiðar hveiti Salt Svartur pipar 1-2 matskeiðar myntuhlaup eða annað berjahlaup Sósulitur Aðferð fyrir Rjúpur með mynturjómasósu: Hreinsið rjúpunar og leggið í mjólkurbland í 6-8 tíma. Hreinsið innyflin úr og brúnið í smjöri ásamt rjúpunni. Stráið salti, pipar og villikryddi yfir fuglinn, á hvorri hlið, þegar búið er að brúna. Látið kjötið í pott. Sjóðið upp af pönnunni og hellið yfir fuglinn. Bætið við vatni, þannig að soðið verði 1 - 1 1/2 lítri. Saltið í pottinn ef með þarf. Sjóðið í 40-50 mínútur. Sósan: Saxið lauk og sellerí frekar smátt og látið krauma í smjöri. Bætið síðan soði og villijurtakryddi út í og látið sjóða í 5 mínútur. Látið rjómann út í og jafnið með hveitijafningi. Setjið myntuhlaup saman við og sjóðið við vægan hita í 5-7 mínútur. Kryddið ef med þarf og litið með sósulit. þessari uppskrift að Rjúpur með mynturjómasósu er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 27.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|