Rækjusúpa


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6224

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Rækjusúpa.

250 grömm ferskir sveppir
1 lítill laukur
50 grömm smjör til steikingar
3 matskeiðar hveiti
1 lítri kjötsoð (vatn+teningur)
1 teskeið salt,
½ teskeið pipar
2 desilítrar rjómi
Smávegis koníak
2 eggjarauður
Season All eftir smekk
150 grömm rækjur
Steinselja til skrauts

Aðferð fyrir Rækjusúpa:

Hreinsið sveppina og skerið í sneiðar. Saxið laukinn. Steikið sveppina og laukinn í smjöri í potti. Hveiti stráð yfir og kjötsoðinu hellt saman við í smáskömmtum. Hrærið vel í á meðan. Salt og pipar sett út í. Látið krauma í 3-4 mínútur. Rjómanum hellt saman við og bragðbætt með koníaki eftir smekk. Hleypið upp suðu. Hrærið eggjarauðrnar með dálitlu af heitir súpunni. Hellið þeim svo varlega út í súpuna og hrærið vel í. Lækkið hitann áður því súpan má alls ekki sjóða eftir að eggjaruaðurnar eru komnar út í. Braðbætið eftir smekk. Rækjurnar setta út í. Loks er steinselja söxuð og stráð yfir. Berið fram með brauði.



þessari uppskrift að Rækjusúpa er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Rækjusúpa
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Rækjur  >  Rækjusúpa