Rækju-sushiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4225 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Rækju-sushi. 2 desilítrar Jasmín hrísgrjón 4 1/2 desilíter vatn 1 1/4 matskeiðar hvítvinsedikk 1 1/2 teskeið salt 1 1/2 teskeið sykur 2 matskeiðar Sake eða hvítvín 1/2 gúrka 1 matskeið salt 20 rækjum með skel 2 matskeiðar rifin piparrót 2 matskeiðar fiskisinnep eða dijonsinnep 1 búnt púrrlaukur Aðferð fyrir Rækju-sushi: Skolið hrísgrjónin í sigti. Sjóðið vatn. Setjið hrísgrjónin í og látið malla í 15 mínútur. Tagið pottinn af hellunni. Hellið edikki, salti, sykri og Sake í pottinn. Látið kólna. Skerið gúrkuna í tvennt langsöm og skafið kjarnan úr með skeið. Saltið og látið standa í klukkutíma, skolið svo. Skerið í þunnar sneiðar. Takið höfuðið af rækjunum. Hrærið saman piparrót og sinnepi. Rúllið 20 aflangar bollur úr hrísgrjónunum (auðveldast með matskeið, dýfið henni í kalt vatn inn á milli.) Setjið cirka 1/2 teskeið af piparrótarblöndu ofaná hrísgrjónabollurnar og skreytið með gúrku, rækjum og púrrlauk. þessari uppskrift að Rækju-sushi er bætt við af Sylvíu Rós þann 17.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|