Piparsteik með ofnbökuðu grænmeti


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 5973

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Piparsteik með ofnbökuðu grænmeti.

4 góðar steikur, cirka 800 grömm
Salt
30 grömm smjör
3 matskeiðar koníak

Sósa:
2 desilítrar kjötsoð
1 ½ desilítri rjómi
Estragon
Steinselja

Grænmeti:
¼ sellerí
2 gulrætur
2 steinseljurætur
2 rauðlaukar
1 matskeið ólífuolía
Salt og pipar
3-4 matskeiðar vínedikk
Tímianstangir
Lárviðarlauf
Rósmarínkvistar
¾ desilítri vatn


Aðferð fyrir Piparsteik með ofnbökuðu grænmeti:

Grænmetið:
Skolið grænmetið og skerið það í stóra bita. Veltið því uppúr olíu og setjið það í ofnskúffu. Kryddið með salti, pipar, edikki og kryddjurtum, eftir smekk. Hellið vatni yfir og bakið við 200 gráður, í cirka 40 mínútur, eða þar til grænmetið er mjúkt. Hærið í því öðru hvoru.

Kjötið:
Stráið salti yfir kjötið og nuddið pipar á. Brúnið smjör á pönnu og steikið kjötið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Hellið koníaki yfir og kveikið í. Takið kjötið af pönnunni um leið og eldurinn slökknar (gerist af sjálfum sér). Hellið rjóma og soði á og látið það malla í nokkrar mínútur. Hellið sósunni yfir kjötið og skreytið með estragoni og steinselju. Berið fram með grænmetinu og etv. brauði.


þessari uppskrift að Piparsteik með ofnbökuðu grænmeti er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Piparsteik með ofnbökuðu grænmeti
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Nautakjöt  >  Piparsteik með ofnbökuðu grænmeti