PertutertaÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4175 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pertuterta. 3 egg brotin í glas Sykur mældur í öðru glasi jafn hátt og eggin ná Í þriðja glasið: 2 matskeiðar kartöflumjöl 2 teskeiðar lyftiduft Hveiti það mikið að það verður jafn mikið og í glasinu með sykrinum. Að sjálfsögðu verða öll glösin að vera jafn stór. Döðlusulta: 1 pakki döðlur Safi úr einni peru dós Aðferð fyrir Pertuterta: Egg og sykur þeytt saman. Þurrefnunum blandað varlega saman við eggjahræruna. Degið bakað í einu stóru djúpu formi. Það má lika skipta því í tvennt. Döðlusulta: Döðlurnar eru soðnar í safanum úr einni perudós. Síðan er sultunni smurt jaft yfir kökuna og perunum raðað þar ofan á. þessari uppskrift að Pertuterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|