Perubaka


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4094

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Perubaka.

Deig:
250 grömm hveiti
125 grömm sykur
125 grömm smjör
3 eggjarauður
1-2 möndludropar
125 grömm malaðar möndlur

Fylling:
2-3 þroskaðar perur
1 matskeiðar sykur
Salt
Rifinn börkur af appelsínu
Appelsínusafi
2 matskeiðar Armagnac
1 eggjahvíta
1 matskeið perlusykur
2-3 desilítrar rjómi, þeyttur

Aðferð fyrir Perubaka:

Sigtið hveitið á borð og gerið holu í miðjuna. Setjið eggjarauðu, smjör, sykur, möndludropa og möndlur í holuna og hnoðið vel saman, með hröðum handtökum. Látið deigið bíða í kæli í 1 klukkustund, (Þetta deig má einnig laga og geyma í frysti til betri tíma).
Afhýðið perurnar og hreinsið kjarnan úr. Skerið þær svo í fjóra báta. Setjið bátana í skál og stráið sykri, appelsínusafa, appelsínuberki og víni yfir. Látið þetta standa í 30 mínútur.

Hitið ofninn í 190 gráður. Fletjið 1/3 af deiginu út og skerið það svo út í hringlaga köku, (með sama þvermál og hringurinn er, sem baka á í). Skerið hring út úr miðju kökunnar, 6-8 cm. Fletjið út það sem eftir er af deiginu og klæðið hringmótið að innan með því. Raðið perubátunum í mótið með mjóa endann að miðju og leggið deiglokið yfir. Þrýstið deigbrúnunum vel saman. Bakið á neðstu rim í 35-40 mínútur. Takið bökuna úr ofninu 5 mínútum áður en bökunartíminn er liðinn og penslið hana með léttþeyttri eggjahvítunni og stráið yfir hana sykri. Bakið áfram í 5 mínútur. Látið bökuna kólna og takið hana úr mótinu. Létt þeytið rjómann og blandið safanum (sem perurnar lágu í) út í. Setjið rjómann í miðju bökunnar. Þessa böku má frysta full bakaða og láta svo þiðna við stofuhita í 6 klukkustundir. Hitið hana síðan í 10 mínútur við 175 gráður.

þessari uppskrift að Perubaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 21.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Perubaka
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Eftirréttir  >  Perubaka