Paprikupottréttur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7182

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Paprikupottréttur.

700 gram lambakjöt
5 matskeiðar olía
2 saxaðir laukar
3 hvítlauksrif söxuð
300 gram kastaníusveppir, gróft skornir
1 rauð paprika, skorin í strimla
1 gul paprika, skorin í strimla
1 teskeið kóríanderduft
1 teskeið kummin duft
½ teskeið cayenne pipar
350 grömm grænmetissoð
1 krukka kjúklingabaunir
300 grömm paprikumauk í krukku
1 matkseið tómatmauk
1 matskeið dijon sinnep
Svartur nýmalaður pipar

Aðferð fyrir Paprikupottréttur:

Skerið kjötið og hreinsið. Hitið 2 matskeiðar af olíu á pönnu og steikið kjötið. Kryddið með salti og pipar. Setjið kjötið á disk og setjið til hliðar. Hitið afganginn af olíunni í stórum potti. Steikið laukinn þangað til hann er glær. Bætið hvítlauki og sveppum út í. Bætið svo við paprikunum og e.t.v. meiri olíu. Látið þetta malla í 5 mínútur. Setjið nú allt kryddið, soð, paprikumauk, tómatmauk, sinnep og kjúklingabaunir í og sjóðið í 10 mínútur. Setjið kjötið út í og látið þetta malla í 10 mínútur í viðbót, við vægan hita. Bætið jafnvel við smá vatni. Smakkið til með salti og pipar.


þessari uppskrift að Paprikupottréttur er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Paprikupottréttur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Lambakjötsuppskriftir  >  Paprikupottréttur