Ostakaka


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5024

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ostakaka.

Botn;
3 desilítrar hafrakex, mulið
2 desilítrar Nóa maltabitar, muldir
2 matskeiðar púðursykur
100 grömm smjör

Fylling:
800 grömm rjómaostur
2 1/2 desilíter sykur
4 egg
100 grömm Síríus rjómasúkkulaði
1 matskeið kakó
2 desilítrar hnetusmjör

Súkkulaðikrem:
3/4 desilítrar síróp
1/2 desilítri vatn
3 matskeiðar smjör
150 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsúm) eða 70% súkkulaði
Fjólublátt köuskraut


Aðferð fyrir Ostakaka:

Botn:
Setjið kex- og maltabitamylsnuna í skál ásamt púðursykrinum. Bræðið smjörið og blandið því saman við. Fóðrið ferkantað form með bökunarpappír. Þrýstið blöndunni í botnin og kælið.

Fylling:
Hitið ofninn í 180 gráður. Þeytið saman rjómaostinn og sykurinn. Bætið eggjunum út í, hrærið vel og skiptið blöndunni í tvent. Bræðið súkkulaðið við vægan hita og blandið því út í annan helminginn af fyllingunni ásamt kakóinu. Hrærið hnetusmjörið út í hinn helminginn af fyllingunni. Setjið súkkulaðifyllinguna yfir kexbotninn og bakið í 30 mínútur. Hellið hnetusmjörsblöndunni yfir og bakið áfram í 40 mínútur. Slökkvið á ofninum en látið kökuna standa áfram í 30 mínútur. Kælið kökuna að stofuhita.

Súkkulaðikrem:
Setjið sírópið, vatnið og smjörið í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið þar til smjörið er bráðnað. Takið pottinn af hitanum og látið standa í 5 mínútur brytjið þá súkkulaðið út í og hrærið vel. Kælið kremið að stofuhita og smyrjið því yfir ostakökuna. Skreytið kökuna með fjólubláu kökuskrauti.

þessari uppskrift að Ostakaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 07.11.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Ostakaka
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Ostakaka