Osta og skinku fondu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4117

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Osta og skinku fondu.

750 gröm litlar kartöflur
Salt
1 teskeið kúmen
50 gröm góð skinka
1 matskeið olía
450 gröm Emmentaler ostur
150 gröm rjómaostur með kryddjurtum
3 desilítrar hvítvín
2 teskeiðar sítrónusaft
2 teskeiðar hveiti
Nýmalaður hvítur pipar
Rifin múskathneta


Aðferð fyrir Osta og skinku fondu:

Skolið kartöflurnar. Sjóðið í tuttugu mínútur í vatni kryddað með salti og kúmeni.
Skerið skinkuna í litla teninga og snöggsteikið í olíu. Rífið Emmentaler ostinn. Hellið rjómaostinum og skinkunni í fondupott og bætið við sítrónusafa og hvítvíni, látið koma upp suðu. Setjið Emmentaler ostinn í smám saman á meðan hrært er í pottinum, hrærið þangað til osturinn er alveg bráðnaður. Hrærið hveitið út í kalt vatn (cirka 2 matskeiðar vatn) og hellið í fonduið. Látið suðuna koma upp aftur og kryddið með pipar og múskati. Skerið kartöflurnar í helminga og dýfið í ostafonduið.

Gott er að bera þetta fram með rauðvíni og paprikkusalati með baunaspírum og súrum gúrkum.

Undirbúningur cirka 1 klukkutími.

þessari uppskrift að Osta og skinku fondu er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Osta og skinku fondu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Franskar uppskriftir  >  Osta og skinku fondu