ÓlífubrauðÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 13194 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ólífubrauð. 950 grömm hveiti 6 desilítrar vatn Eitt bréf þurrger 2 teskeiðar salt ½ desilítri olía 150 grömm ostur (rifinn) 110 grömm ólífur (sneiddar) 60 grömm sólþurkaðir tómatar Aðferð fyrir Ólífubrauð: Leysið upp ger í volgu vatni og blandið salt, olíu og hveiti út í. Hnoðið deigið vandlega og látið hefast í 40 mínútur. Takið deigið, skiptið því í tvo jafna hluta og fletjið út. Stráið óífum, osti og tómötum jafnt yfir deigið áður en því er rúllað upp. Það má setja allt mögulegt í þetta brauð. Afganga af osti, pepperoni, gott er að setja fetaosta og hella olíu af honum yfir brauðið. Leggið brauðin tvö á bökunarplötu og bakið við 220°C í cirka 25 mínútur. þessari uppskrift að Ólífubrauð er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|