Núðlusalat með lax


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4171

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Núðlusalat með lax.

4 laxasneiðar
2 rauðar paprikkur
2 vorlauksbúnt
250 grömm kínverskar núðlur

Dressing:
1-2 matskeiðar saxað engifer
1 hvítlauksgeiri, rifinn
1 rauður chili, saxaður
Rifinn börkur af 1 límónu
Safinn úr 1 límónu
1 matskeið sykur
2 matskeiðar olía
1 matskeið fiskisósa
Handfylli ferskur kóríander
Etv. salt

Skreyting
½ desilítri saltaðar hnetur
Ferskur kóríander


Aðferð fyrir Núðlusalat með lax:

Grillið laxinn á báðum hliðum, við háan hita, í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Hreinsið paprikkurnar og skerið þær í 4 báta. Grillið þær í 8-10 mínútur, eða þar til þær verða mjúkar. Setjið þær í poka og látið þær bíða í 5 mínútur, rífið svo “skinnið” af. Pakkið vorlauknum í álpappír og grillið hann í cirka 8 mínútur.
Blandið öllum hráefnunum í dressinguna saman.
Rífið laxinn í bita og setjið hann í skál. Hellið dressingunni yfir. Skerið grænmetið í bita og stráið því yfir. Sjóðið núðlurnar og hellið þeim í skálina. Blandið öllu vel saman. Stráið hnetum og kóríander yfir og berið fram.


þessari uppskrift að Núðlusalat með lax er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Núðlusalat með lax
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Núðlusalat með lax