Niðursoðnir tómatar


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4743

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Niðursoðnir tómatar.

1 kíló grænir tómatar
2 rauðar paprikur
8 desilítrar eplaedik
60-80 grömm hrásykur eða önnur sætubæta
500 grömmm laukur
25 grömm piparrót
1 feitur hvítlaukur
2 teskeiðar dill


Aðferð fyrir Niðursoðnir tómatar:

Gott er að stinga gat á tómatana með grófri nál eða prjón. Stóra tómata má skera í bita, en litla má nota heila. Látið tómatana liggja í heitu vatni í smá tíma áður en þeir eru setti í pottinn með leginum. Þá fer hýðið auðveldlega af. Edik og sykur soðið saman tómatarnir settir í þegar lögurinn er orðinn heitur og látið malla í 20 mínútur. Tómatarnir settir í heita glerkrukku sem búið er að hita í ofni eða heitu vatni, Laukurinn og paprikan skorið í sneiðar og sett í ediklöginn og látið malla í 5 mínútur. Blandið þá rifinni piarrót, hvílauk og dilli í löginn. Látið þetta mallam í 5 mínútur í viðbót. Hellið þessu yfir tómatana í krukkunni og setjið heitt lokið á, þá verður þetta loftþétt. Gott er að láta lögnina standa í nokkra daga til að taka sig. Geymist vel á köldum stað.


þessari uppskrift að Niðursoðnir tómatar er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Niðursoðnir tómatar
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ýmsar uppskriftir  >  Niðursoðnir tómatar