NautasirloinÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3398 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Nautasirloin. 4x250 grömm nautasirloin sneiðar Salt og nýmalaður svartur pipar Olía til steikingar Sósan: 5 eggjarauður 500 grömm smjör 1 matskeið estragon (tarragon) 1 matskeið bearnaise essens Nýmalaður svartur pipar Aðferð fyrir Nautasirloin: Steikurnar eru steiktar á pönnu og bakaðar í ofni við 140 gráður í cirka 20 mínútur eða þar til kjötið hefur náð 49-52 gráðum í miðjunni. Sósan: smjörið er brætt í potti við vægan hita. Eggjarauðurnar ásamt kryddinu eru pískaðar sama í skál, yfir vatnsbaði þar til þær eru orðnar hæfilega þykkar. Þá er smjörinu bætt út í, fyrst mjög hægt, svo hraðar. Sósan er smökkuð til og bragðbætt með kryddi ef þarf. Berið fram með bökuðum kartöflum, smjörsteiktum sveppum og salati. þessari uppskrift að Nautasirloin er bætt við af Elinborgu þann 13.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|