Nautarúllur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2406

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Nautarúllur.

6 nautalærisneiðar, í þunnum sneiðum, cirka 100 grömm hver
1 búnt steinselja
6 tannstönglar
1 matskeið olía
1 desilítri hvítvín
1 desilítri vatn
Salt og pipar
10 grömm smjör


Aðferð fyrir Nautarúllur:

Deilið steinseljunni í 6 búnt. Rúllið kjötinu upp um búntin og festið með tannstöngli. Hitið pönnu, við háan hita, og setjið olíu á. Setjið kjötið á pönnuna, þegar olían er orðin mjög heit, og brúnið á öllum hliðum. Lækkið hitan og hellið hvítvíni á. Látið það sjóða nánast í burtu og bætið vatninu á. Látið þetta malla í cirka 20 mínútur og snúið kjötinu reglulega. Leggjið kjötið til hliðar og hækkið hitan. Látið soðið verða þykkt og hrærið svo smjöri í. Smakkið til með salti og pipar.
Berið fram með nýjum soðnum kartöflum.


þessari uppskrift að Nautarúllur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Nautarúllur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Nautakjöt  >  Nautarúllur