Nautalundir í ofniÁrstíð: Áramót - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 9483 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Nautalundir í ofni. 750 grömm nautalundir 1 teskeið salt 1/2 teskeið pipar 2 matskeiðar smjör 150 grömm niðursoðin paprika 500 grömm niðursoðin gúrka 4 desilítrar rjómi eða mjólk 75 grömm smjör 2-3 hvítlauksgeirar 1/4 teskeið salt 1/8 teskeið svartur pipar Aðferð fyrir Nautalundir í ofni: Hitið ofninn í 225 gráður. Skerið alla fitu og sinar úr kjötinu. Nuddið salti og pipar í kjötið og brúnið það vel á pönnu, í smjörinu. Setjið kjötið í eldfast mót og steikið í ofni í 15-20 mínútur. Látið kjötið kólna í 10 mínútur áður en það er skorið í 1 cm þykkar sneiðar. Hækkið ofninn í 250 gráður. Blandið saman bræddu smjöri, pressuðum hvítlauk, salti og pipar. Skerið paprikku og gúrku í sneiðar. Raðið kjötsneiðunum í eldfast mót. Dreifið papriku og gúrku yfir kjötið. Hellið rjóma og smjörblöndu yfir. Bakið í miðjum ofni í 5-8 mínútur. Berið fram með krydduðum, soðnum hrísgrjónum og fersku salati. þessari uppskrift að Nautalundir í ofni er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 28.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|