Nautafilet með mateirasósu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 3208

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Nautafilet með mateirasósu.

1 kíló nautafilet
25 grömm smjör
1 teskeið svartur pipar
2 teskeiðar salt

Sósan:
2 matskeiðar smjör
1 laukur
200 grömm ferskir sveppir
2-3 matskeiðar hveiti
1 dós (200 gr) sýrður rjómi 18%
2 desilítrar vatn
1-2 teskeiðar kjötkraftur
Örlítill sósulitur
1-2 matskeiðar madeira


Aðferð fyrir Nautafilet með mateirasósu:

Steikið kjötið á öllum hliðum í smjörinu, á vel heitri pönnu þannig að sárið lokist. Kryddið með piparnum og leggið svo kjötið á rist ofan á ofnskúffu. Glóðarsteikið kjötið síðan við um það bil 150 gráður í 10-15 mínútur. Takið kjötið úr ofninum og saltið. Pakkið því svo inn í álpappír og látið bíða í 10-15 mínútur, áður en það er skorið í þunnar sneiðar.

Sósan:
Saxið laukinn og skerið sveppina í sneiðar. Látið lauk og sveppi krauma í smjörinu. Stráið hveitinu yfir og bætið sýrðum rjóma, vatni og kjötkrafti út í. Hrærið vel. Látið sjóða við vægan hita í 5-10 mínútur. Bætið sósulit og madeira út í og hitið vel, sjóðið ekki. Smakkið til með salti og pipar. Berið kjötið fram með sósunni, bökuðum kartöflum og fersku grænmeti.

þessari uppskrift að Nautafilet með mateirasósu er bætt við af Ellinborgu Baldvinsdóttur þann 27.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Nautafilet með mateirasósu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Nautakjöt  >  Nautafilet með mateirasósu