Mousse-tertaÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3029 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Mousse-terta. Botnar: 100 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum) 200 grömm marsipan 2 desilítrar mjólk 100 grömm hveiti 2 egg 50 grömm sykur Fylling: 100 grömm Síríus suðusúkkulaði 2 egg 50 grömm sykur 1/2 teskeið salt 1 teskeið vanilludropar 2 matskeiðar Amaretto líkjör (eða sterkt kaffi) 5 blöð matarlím 2 1/2 desilítrar rjómi Aðferð fyrir Mousse-terta: Botnar: Hitið súkkulaðið, rífið marsipanið og mjólk saman í pott, kælið og þeytið eggarauðurnar saman við. Hveiti er síðan bætt varlega saman við, ekki hræra of mikið. Stífþeytið eggjahvíturnar og sykur. Blandið varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju. Setjið í tvö 24 cm hringform. Bakið við 170 gráður í 10-12 mínútur. Fylling: Þeytið saman: eggjarauður, sykur ,salt og vanilludropa. Bræðið súkkulaðið, kælið það dálítið og hellið út í eggjahræruna. Bleytið matarlímið í köldu vatni í 5 mínútur. Kreistið úr því vatnið og bræðið það yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni ásamt likjörinu/kaffinu. Hrærið þessu saman við súkkulaðiblönduna. Stífþeytið rjómann og blandið honum saman við blönduna og að lokum einnig stífþeyttum eggjahvítunum. Takið annan kökubotninn og setið í djúft 24 cm smelluform. Hellið fyllingunni yfir og setjið hinn botninn ofan á. Geymið í kæli í 6-9 klukkustundir. Gott er að bleyta neðri botninn aðeins með Amaretto líkjörinu eða kaffi. Sigtið að lokum flórsykur yfir tertuna. þessari uppskrift að Mousse-terta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 27.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|