Möndlu- og hnetuterta


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3434

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Möndlu- og hnetuterta.

Deig:
200 grömm hveiti
½ teskeið salt
75 grömm flórsykur
2 teskeiðar vanillusykur
100 grömm smjör
1 egg

Fylling:
3 egg
1 ½ desilítri hunang
25 grömm bráðið smjör
1 matskeið vanillusykur
Rifinn börkur af 1 appelsínu
Cirka 80 grömm heilar möndlur
60 grömm möndluflögur
60 grömm valhnetur




Aðferð fyrir Möndlu- og hnetuterta:

Blandaðu hveiti, salti, flórsykri og vanillusykri saman. Klíptu smjörið í. Þeyttu eggið saman og helltu því svo í. Hnoðaðu degið saman. Pakkaðu því í plastfilumu og geymdu það í kæli í 1 tíma. Rúllaðu því svo út og leggðu það í smurt lausbotna form (cirka 24 cm í þvermál).
Ristaðu möndlurnar og möndluflögurnar létt á pönnu. Þeyttu hunang, egg, smjör, vanillusykur og appelsínubörk saman í skál. Hrærðu möndlum, möndluflögum og hnetum í. Helltu fyllingunni í tertuna og bakaðu hana í miðjum ofni, við 175 gráður, í 30-40 mínútur.
Láttu tertuna kólna alveg áður en hún er borin fram.
Tertan bragðast einstaklega vel með rjóma eða sýrðum rjóma.

þessari uppskrift að Möndlu- og hnetuterta er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.10.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Möndlu- og hnetuterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Möndlu- og hnetuterta