Mexikóskt lasagna


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 10881

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Mexikóskt lasagna.

5 mexíkóskar pönnukökur

Hakkblandan:
1/2 rauðlaukur
1 hvítlauksrif
200 grömm nautahakk
2 matskeiðar burritos eða taco kryddblanda
3/4 desilítri kalt vatn

Ostablandan:
1 desilítri rifinn ostur
1 desilítri kotasæla
1 desilítri sýrður rjómi
1 desilítri salsa sósa
1 1/2 desilítri rifinn ostur til að setja ofan á

Hægt að nota meira hakk og fleiri pönnukökur.

Aðferð fyrir Mexikóskt lasagna:

1. Merja hvítlaukinn.
2. Saxa laukinn smátt.
3. Brúna hakkið, laukinn og hvítlaukinn þangað til kjötið er eldað í gegn.
4. Hella kryddblöndunni og vatninu yfir og hræra vel.
5. Slökkva undir og geyma
6. Blanda öllu sem á að fara í ostablönduna saman í skál.
7. Þekja botninn á eldföstumóti með pönnukökum
8. Smyrja hakkblöndu yfir.
9. Þekja með pönnukökum og smyrja svo ostablöndu yfir.
10. Endurtakið og endið svo á að blanda ostasósunni og hakkinu saman ofan á síðustu pönnukökuna, þekið að lokum með rifnum osti.
11. Baka í miðjum ofni á 200 gráðum, í cirka 15 mínútur, eða þangað til osturinn er vel brúnaður.
12. Borið fram með fersku sallati og eða hvítlauksbrauði.


þessari uppskrift að Mexikóskt lasagna er bætt við af Birna þann 22.09.09.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Mexikóskt lasagna
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Mexikanskur matur  >  Mexikóskt lasagna