Mexikóskar kjötbollur í tómat


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6274

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Mexikóskar kjötbollur í tómat.

500 grömm nautahakk
8 vorlaukar
2 teskeiðar salt
1 teskeið pipar
2 teskeiðar kanel
2 teskeiðar negull
1 matskeið olía
1 dós hakkaðir tómatar
1 kanelstöng
2 desilítrar vatn
1-2 teskeiðar salt
4 teskeiðar sykur

Kartöflumús:
1 kíló kartöflur
1 desilítri ólífuolía
Salt og pipar


Aðferð fyrir Mexikóskar kjötbollur í tómat:

Skrælið kartöflurnar og skerið þær í bita. Skellið þeim í pott og setjið vatn rétt yfir. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru soðnar í gegn. Hellið vatninu í burtu og látið kartöflurnar rjúka í smá stund. Hrærið þeim saman og hellið olíunni í. Smakkið til með salti og pipar. Hitið þegar afgangurinn af matnum er tilbúinn.

Hreinsið vorlaukinn og saxið smátt. Blandið honum saman við kjötið ásamt salti, pipar, negul og kanel. Hrærið þetta vel saman, í cirka 5 mínútur. Setjið þykkbotna pott á helluna og hitið yfir meðalhita. Skellið olíu í. Mótið farsið í bollur og steikið á öllum hliðum. Setjið tómata, kanelstöng, vatn, sykur og salt í pottinn og setjið lok á. Látið þetta malla í cirka 30 mínútur, við vægan hita.


þessari uppskrift að Mexikóskar kjötbollur í tómat er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Mexikóskar kjötbollur í tómat
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Mexikanskur matur  >  Mexikóskar kjötbollur í tómat