Marensbaka


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 8 - Fitusnautt: Nei - Slög: 2591

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Marensbaka.

200 grömm heilhveitikex, t.d. digestive eða grahams
1 matskeið Cadbury’s kakó
50 grömm smjör, bráðið

Súkkulaðifylling:
400 g Síríus Konsum 70% súkkulaði
2½ desilítri rjómi
3 eggjahvítur
180 grömm sykur

Meðlæti: fersk ber

Aðferð fyrir Marensbaka:

Setjið kexkökur, kakó og smjör í matvinnsluvél og vinnið vel saman þar til úr verður fíngerð mylsna. Þrýstið mylsnunni á botninn á vel smurðu smelluformi eða pæformi (um 20 cm í þvermál), setjið formið í ísskáp og kælið í 15-20 mínútur.

Súkkulaðifylling:
Setjið súkkulaði og rjóma í pott og hitið við hægan hita þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Hellið blöndunni yfir kexbotninn og kælið áfram í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 200°C. Stífþeytið eggjahvíturnar í skál og bætið sykrinum smátt og smátt út í. Þeytið þar til blandan er orðin þykk, glansandi og kremkennd.
Setjið marensinn ofan á bökuna með sleikju og bakið í 15 mínútur, eða þar til marensinn hefur stífnað. Kælið bökuna áður en hún er borin fram með ferskum berjum.


þessari uppskrift að Marensbaka er bætt við af Dísa Jóns þann 30.12.09.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Marensbaka
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Eftirréttir  >  Marensbaka