Marengsterta


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 9397

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Marengsterta.

Svampbotnar:
2 egg
1 desilítri sykur
1/2 desilítir hveiti
1/2 desilítri kartöflumjöl

Marengs:
3 eggjahvítur
2 desilítrar sykur

Krem:
3 eggjarauður
4 matskeiðar flórsykur
50 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum)
2 1/2 desilítrar rjómi, þeyttur


Aðferð fyrir Marengsterta:

Svampbotnar:
Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Sigtið þurrefin og blandið þeim varlega saman við eggjahræruna. Bakið í lausbotna formi við 175-200 gráður í 12 mínútur.

Marengs:
Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið sykrinum smám saman út í og þeytið vel. Setjið marengsinn í lausbotna form (bökunarpappír í botninn) og inn í 150 gráðu heitan ofn. Lækkið hitann niður í 100 gráður og bakið í um það bil 1 klukkustund. Látið marengsinn kólna í ofninum.

Krem:
Þeytið eggjarauðurna og flórsykurinn saman. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, kælið það örlítið og blandið því saman við eggjahræruna. Smyrjið helmningnum af rjómanum á svampbotninn og helmingnum af kreminu ofan á hann. Síðan er marengsbotninn settur ofan á og endað á kreminu. Gott er að geyma tertuna í frysti í 6-8 klukkustundir áður en hún er borin fram.

þessari uppskrift að Marengsterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 28.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Marengsterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Marengsterta