MarengskakaÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4872 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Marengskaka. 200 grömm flórsykur (sigtaður) 4 eggjahvítur 100 grömm smátt brytjað súkkulaði 100 grömm saxaðar döðlur Aðferð fyrir Marengskaka: Stífþeytið eggjahvíturnar og 5 matskeiðar af flórsykrinum saman. Bætið afganginum af flórsykrinum, súkkulaðinu og döðlunum varlega saman við. Smyrjið ofnplötu vel og sáldrið hveiti yfir. Jafnið degið í tvo hringlótta botna á plötuna og bakið í tvær klukkustundir við 100 gráður. Þeytið 1-2 pela rjóma og setjið á milli og ofan á. Setjið kökuna saman 4-6 klukkustundum áður en hún er borin fram. þessari uppskrift að Marengskaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 10.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|