Makkarónur og ostur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 8793

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Makkarónur og ostur.

400 grömm makkarónur
Salt
100 grömm beikon í sneiðum
500 ml matreiðslurjómi
200 grömm rifinn ostur
4 matskeiðar nýrifinn parmesanostur
Nýrifið múskat eða ¼ teskeið malað múskat


Aðferð fyrir Makkarónur og ostur:

Hitaðu ofninn í 200 gráður. Sjóddu makkarónurnar í saltvatni þar til þær eru næstum meyrar en ekki alveg. Þurrsteiktu á meðan beikonsneiðarnar á pönnu og skerðu þær síðan í litla bita. Settu þá í stóra skál og blandaðu matreiðslurjóma, rifnum osti, 1 matskeið af parmesanosti og múskatinu saman við. Helltu makkarónunum í sigti og láttu renna vel af þeim áður en þeim er hvolft út í rjóma- og ostablönduna. Hrærðu makkarónunum vel saman við, helltu blöndunni í léttsmurt eldfast mót og stráðu afganginum af parmesanostinu yfir. Bakaðu réttinn í miðjum ofni í 20-25 mínútur.

þessari uppskrift að Makkarónur og ostur er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Makkarónur og ostur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Pastauppskriftir  >  Makkarónur og ostur