Lúðu uppskrift


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 11240

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift af lúðu

1 kíló lúða eða ýsa
Sítrónupipar
Rækjur
½ púrrlaukur
Græn og rauð paprika
1 box sveppir
3 gulrætur, sneiddar
1 ½ askja paprikusmurostur
1 peli rjómi
2 teskeiðar paprikuduft
Slat
Karrý
2 teningar nautakraftur
3-4 matskeiðar ananaskurl

Aðferð:

Sjóðið fiskinn í stutta stund og setjið hann í eldfast mót. Kryddið með sítrónupipar og stráið rækjunum yfir. Steikið púrrlauk, papriku, sveppi og gulrætur á pönnu. Setjið smurostinn og rjóman yfir og látið ostinn bráðna. Kryddið með paprikudufti, salti, karrý og 2 teningum. Bætið ananskurli í. Hellið þessu yfir fiskinn og bakið í ofni, við 180 gráður, í cirka 20 mínútur. Berið fram með kartöflum og salati.

Lúðu uppskrift er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Lúðu uppskrift
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Lúðu uppskrift