Ljúffeng fiskisúpaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3473 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ljúffeng fiskisúpa. ½ flaska hvítvín ½ kíló kræklingar 50 grömm sólþurrkaðir tómatar 10 safranþræðir (gefur flottan lit, má sleppa) ¾ líter fiskisoð ½ líter rjómi (gjarnan kaffirjómi) 500 grömm þorskur eða annar fiskur skorin í stóra bita 1 púrrlaukur 2 gulrætur Aðferð fyrir Ljúffeng fiskisúpa: Sjóðið hvítvíni í potti. Hreynsið kræklingana og gufusjóðið þá í víninu, þar til þeir opnast. Takið kræklingana uppúr og takið kjötið úr skelinni. Skellið skornum sólþurrkuðum tómötum, safrani, fiskisoði og rjóma í pottinn. Látið súpuna sjóða upp, þar til hún er orðin örlítið þykkari. Skerið púrrlauk og gulrætur í þunnar ræmur og hellið í súpuna. Bætið fiskinum í, látið suðuna koma aftur upp og sjóðið í 5 mínútur. Setjið kræklingana aftur í og berið súpuna fram rjúkandi heita. þessari uppskrift að Ljúffeng fiskisúpa er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|