Laxapottur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3627

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Laxapottur.

2 sellerístilkar
1 laukur
1 blaðlaukur
Matarolía til steikingar
500 grömm lax/silungur, (flak eða bitar, fjarlægja alla fitu, roð og bein)
5 desilítrar hvítvín, fisksoð eða vatn + teningur
1 peli rjómi eða 1 desilítri sýrður rjómi
Safi úr einni sítrónu
Salt og sítrónupipar (passa að salta ekki of mikið)
1 meðalstór dós kræklingur (nota soðið líka)
Góður slatti af stórum rækjum (250-300 grömm)


Aðferð fyrir Laxapottur:

Saxið sellerí, lauk og blaðlauk, léttsteikið saman í matarolíu í potti.
Laxinn skorinn í litla bita. Setjið bitana í pottinn á bætið saman við hvítvíni/soði/vatni + teningi, soðinu af kræklingnum og sítrónusafanum.
Hleypið upp suðu og látið sjóða í 1-2 mínútur, (ef lengur verður laxinn of þurr). Kryddið með salti og sítrónupipar. Bætið loks rjóma eða sýrðum rjóma saman við og látið suðuna koma upp. Bætið að lokum rækjum og kræklingi útí. Súpan má ekki sjóða eftir þetta. Gott er að láta hana bíða í 5-10 mínútur svo rækjurnar og kræklingurinn nái að volgna. Berið fram með hvítlauksbrauði.


þessari uppskrift að Laxapottur er bætt við af Pálína Pálsdóttir þann 08.11.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Laxapottur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Lax  >  Laxapottur